Fyrsti skóladagurinn

Kennsla hefst í MH miðvikudaginn 6. janúar og hefst fyrsti tíminn kl. 09:00.  Nemendur mæta í stofur skv. stundaskrá hvers og eins. Í byrjun tímans verður ávarpi rektors streymt í allar kennslustofur. Ávarpið og nánari lýsingu á fyrstu dögunum má lesa undir Covid-19 hnappnum. Lokað verður fyrir töflubreytingar í gegnum Innu í kvöld (5. janúar) og ef einhver þarf enn á töflubreytingu að halda þá eru námstjórar við eftir tímann kl. 10:15, 6. janúar, og geta aðstoðað. Við bíðum spennt eftir að fá ykkur í hús.