Covid-19 vor 2021

Hér má lesa reglugerð vegna takmarkana á skólastafi vegna farsóttar. 6. grein fjallar um framhaldsskólana og gildir reglugerðin frá og með 15. apríl til og með 5.maí.

_____________________________

Staðkennsla hefst aftur mánudaginn 19. apríl og vonandi tekst okkur að klára kennsluna í staðnámi - We are back to on-site teaching from Monday the 19th of April

____________________

Rafræn kennsla 14. til og með 16. apríl.

Rafræn kennsla verður frá og með 14. apríl til og með 16. apríl. Kennarar munu gefa fyrirmæli í gegnum Innu og halda uppi rafrænni kennslu. Við mætum svo aftur í MH mánudaginn 19. apríl skv. stundaskrá.

Due to circumstances, all teaching will be online according to the class schedule through this week. We think this is a good decision and necessary to take. No classes will be taught after 14:00 today.

We see you all in school on Monday the 19th.

__________________________________

Skipulag skólastarfs eftir páska

 • Fullt staðnám í öllum áföngum með einni undantekningu (lífsleikni útskriftarefna).
 • Kennsla í líkamsrækt verður úti. Nánari upplýsingar hjá kennurum.
 • Nemendur mega vera 30 saman í rými og ber að virða nándarreglur
 • Grímuskylda er í MH.
 • Rými á Matgarði og Miðgarði eru afmörkuð miðað við leyfilegan fjölda.
 • Norðurkjallari getur rúmað allt að 60 nemendur, þ.e. 30 í hvoru rými (fremra og aftara rými).
 • Matsala nemenda, Sómalía, verður opin og selur vörur í lokuðum umbúðum.

Virðum reglurnar og höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir í fyrirrúmi, þ.e., handþvottur og sótthreinsun eru það allra mikilvægasta. Ef nemendur finna til einkenna tengdum COVID þá eiga þeir að vera heima og tilkynna veikindi á skrifstofu. Nánari upplýsingar um verkferla vegna smits og gruns um smit má finna á heimasíðu skólans.

___

Organization of schoolwork in MH after Easter

 • Full on-site teaching in all courses.
 • Physical education will be taught outdoors.
 • 30 students may be together in the same space if they maintain the 1m rule.
 • Mask duty is in MH
 • Spaces at Matgarður and Miðgarður are limited.
 • Norðurkjallari can now hold 60 students, that is 30 in the front space and 30 in the back space
 • Sómalía will be open and will sell packed products.

Please respect the rules and prioritize individual disease prevention.

Remember that if you feel any symptoms of sickness, you are supposed to report sick. Further information about COVID work procedure can be found on the school´s website.

Kennsla 24. og 25.mars

24.mars voru gefnar út hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti. Kennslan næstu tvo daga verður því ekki í húsnæði skólans en fer fram rafrænt. Kennarar munu láta nemendur vita hvernig kennslu verður háttað næstu tvo daga og mikilvægt er að vakta INNU og tölvupóst. Nemendur geta sótt bækur og annað dót í skápana sína í skólanum á morgun og föstudag frá 8:00-17:00.

Veikindaskráningar

Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við mælumst til þess að nemendur komi ekki veikir í skólann og á meðan þetta ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) koma á móti.

Verkferlar vegna Covid-19 (English version below)

Smit eða grunur um smit - nemendur

Tilkynning um sóttkví eða einangrun - nemendur

Sjá meira neðar á síðunni.

 ____________________________

Skipulag frá og með 24. febrúar

 • Fullt staðnám í öllum áföngum með einni undantekningu (lífsleikni útskriftarefna).
 • Nemendur mega vera 150 saman í sama rými og viðhalda 1m reglu.
 • Grímuskylda er áfram í MH.
 • Heimilt er að nemandi taki niður grímu í kennslu þegar kennari biður nemanda um að tjá sig og einn metri í fjarlægð er tryggður.
 • Rými á Matgarði hafa verið stækkuð og þeim fækkað í þrjú.
 • Norðurkjallari getur rúmað allt að 150 nemendur.
 • NFMH getur boðið upp á viðburði í félagslífi í samræmi við þær takmarkanir sem eru í gildi.

Virðum reglurnar og höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir í fyrirrúmi.

___

Organization of schoolwork in MH from 24th of February

 • Full on-site study in all courses
 • 150 students may be together in the same space if they maintain the 1m rule.
 • Mask duty remains in MH
 • Teachers may ask students to take their mask off when asking students to express themselves and one meter is ensured
 • Spaces at Matgarður and Miðgarður have been expanded 
 • Norðurkjallari can now hold 150 students
 • NFMH may offer social events in accordance with the applicable restrictions

Please respect the rules and prioritize individual disease prevention.

______________________________________

 

Skipulag kennslu frá og með 1. febrúar 2021

Fullt staðnám mun hefjast í öllum kennslustundum 1. feb. með örfáum undantekningum. Nemendur mæta í alla tíma samkvæmt stundatöflu vorannar. Nemendur eru hvattir til að skoða tímasetningar dagsins vel þar sem ný tafla tók gildi í byrjun annar og fylgja föstudagstímar öðrum tímasetningum en hinir dagar vikunnar. Hádegishléið er 50 mínútur.

hadegi

Nemendum er frjálst að ferðast á milli rýma en takmarkanir eru á fjölda nemenda sem getur dvalið á ákveðnum svæðum. Nemendur þurfa því að taka tillit til þess til að allir komist að sem vilja og sitja ekki of lengi á sama stað. Ef nemendur vilja ekki borða hádegismatinn í kennslustofunni þá eru eftirfarandi rými innan MH í boði.

Miðgarður: Þrjú rými fyrir 30 nemendur í hverju rými
Matgarður: Sex rými fyrir 30 nemendur í hverju rými
Mikligarður: Eitt rými fyrir 30 nemendur
Rými fyrir framan Norðurkjallara: 30 nemendur
Norðurkjallari : Fremra rými 30 nemendur og aftara rými 20 nemendur

Bókasafn rúmar 50 nemendur þar sem nálægðarmörk eru a.m.k. einn metri.

Matsala nemenda, Sómalía, verður opin og selur vörur í lokuðum umbúðum.

Hér er hægt að sjá mynd af inngöngum skólans og hvaða stofur tilheyra hvaða inngangi. Vinsamlega notið rétta innganga þegar þið komið í skólann.

Höfum einstaklingsbundnar sóttvarnir að leiðarljósi.

 • Virðum nálægðarmörk
 • Það er grímuskylda - munum að bera grímuna rétt, þ.e. fyrir nef og munn
 • Ekki mynda hópa
 • Gangar eru ferðarými
 • Göngum vel um og skiljum ekki óþarfa rusl eftir okkur

Verum meðvituð um verkferla ef upp kemur smit (sjá upplýsingar neðar á síðunni).

Veikindaskráningar

Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við mælumst til þess að nemendur komi ekki veikir í skólann og á meðan þetta ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) koma á móti.

Verkferlar vegna Covid-19 (English version below)

Smit eða grunur um smit - nemendur

Tilkynning um sóttkví eða einangrun - nemendur

Smit eða grunur um smit - starfsfólk

English:

Information regarding COVID-19 and organization of schoolwork in MH

How to register students absent/sick in INNA

Covid-19 - Work procedure

Work procedure – Infection or suspicion of infection - students

Work procedure - Notification of quarantine or isolation - students

Work procedure – Infection or suspicion of infection - staff

________________

Ávarp rektors í fyrstu kennslustund, 6. janúar 2021

_______________

Almennt skipulag í byrjun vorannar 2021 - (uppfært 30. des. 2020)

Ný stokkatafla verður í gildi á vorönn 2021, sjá mynd hér fyrir neðan. Í töflunni eru tveir tvöfaldir tímar (2*55 mín.) fyrir hádegi og þrír einfaldir tímar (55 mín.) eftir hádegi, alla daga nema föstudaga. Á föstudögum eru einfaldir tímar fyrir hádegi og svo eru nokkrir tímar eftir hádegi eins og hússtjórn, kór, lífsleikni nýnema, lífsleikni útskriftarefna og einhverjir IB-kennslutímar. Athugið vel öðruvísi tímasetningar á föstudögum.

Til að byrja með gerum við ráð fyrir að nemendur komi í hús í löngu tímana fyrir hádegi en stuttu tímarnir eftir hádegi og á föstudögum verða rafrænir. Ferðatími á milli er 50 mínútur. Þeir nemendur sem ekki geta komist heim til sín á milli geta verið á bókasafni skólans. Hér er hægt að sjá mynd af inngöngum skólans og hvaða stofur tilheyra hvaða inngangi.

General setup of the spring term.
A new stock table will be in force in the spring semester of 2021, see photo below. The table contains two double hours (2*55 min.) before noon and three single hours (55 min.) after 12:55, every day except Fridays. Fridays have a 55 min. slots before noon and then there are a few classes in the afternoon such as housekeeping, choir, life skills of new students, life skills of graduates and some IB courses.

 Stokkatafla vor 2021

Undantekning / exceptions

 • IB-nemendur
  • Soffía Sveinsdóttir will inform IB-students.
  • Sérnámsbrautarnemendur
   • Linda Dröfn Jóhannesdóttir mun senda upplýsingar.
  • Hússtjórn
   • Sigurlína Kristinsdóttir mun senda upplýsingar.
  • Kór
   • Hreiðar Ingi Þorsteinsson mun senda upplýsingar.

Skipulagið fyrstu vikuna miðað við stöðuna 30. desember:

Þriðjudaginn 5. janúar

 • Móttaka nýnema vorannar 2021 verður kl. 13:00 á Miklagarði.
  • Stjórnendur, námsráðgjafar og umsjónarkennari nýnema vorannar, taka á móti þeim.
  • Námstjórar verða við eftir fundinn með nýnemum ef þörf er á töflubreytingum.
   • Nýnemar vorannar gera ekki töflubreytingar í Innu.

Miðvikudaginn 6. janúar hefst kennsla kl. 9:00.

 • Nemendur mæta í sínar stofur skv. stundatöflu, í MH kl. 9:00.
  • Upplýsingar um innganga og hólfaskiptingar munu koma á heimasíðuna.
  • Fyrsti tíminn er kenndur kl. 9:00–10:00 og næsti tími kl. 10:15–11:10.
   • Ávarp rektors verður sýnt í kennslustofum kl. 9 og kennslustund hefst strax á eftir.
   • 11:10 nemendur fara heim eða ræða við námstjóra um töflubreytingar ef þarf.
   • Rafræn kennsla eftir hádegi.

Fimmtudagur 7. janúar.

 • Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 8:10.
 • Kennsla til hádegis skv. stundaskrá.
 • Rafræn kennsla eftir hádegi.

Föstudagur 8. janúar.

 • Rafræn kennsla skv. stundaskrá.
  • Ath. breyttar tímasetningar á tímum á föstudögum í nýrri stokkatöflu.

Stefnt er að því að kenna staðnám mánudaga til fimmtudaga frá 8:10 til 12:05 og rafræna tíma eftir hádegi og á föstudögum þar til fjöldatakmarkanir eru orðnar rýmri.

 _____________

 

Gildandi reglugerð um framhaldsskóla

 

Síðast uppfært: 19. apríl 2021