Veikindaskráningar
Við hvetjum nemendur til að tilkynna veikindi í Innu, hvort sem forráðamenn gera það eða þeir gera það sjálfir (18 ára og eldri) og setja í athugasemd hver veikindin eru. Við mælumst til þess að nemendur komi ekki veikir í skólann og á meðan þetta ástand varir setjum við veikindi á alla tilkynnta veikindadaga. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) koma á móti.
Verkferlar vegna Covid-19 (English version below)
Smit eða grunur um smit - nemendur
Tilkynning um sóttkví eða einangrun - nemendur
Smit eða grunur um smit - starfsfólk
English:
Information regarding COVID-19 and organization of schoolwork in MH
How to register students absent/sick in INNA
Covid-19 - Work procedure
Work procedure – Infection or suspicion of infection - students
Work procedure - Notification of quarantine or isolation - students
Work procedure – Infection or suspicion of infection - staff
________________
_______________
Almennt skipulag í byrjun vorannar 2021 - (uppfært 30. des. 2020)
Ný stokkatafla verður í gildi á vorönn 2021, sjá mynd hér fyrir neðan. Í töflunni eru tveir tvöfaldir tímar (2*55 mín.) fyrir hádegi og þrír einfaldir tímar (55 mín.) eftir hádegi, alla daga nema föstudaga. Á föstudögum eru einfaldir tímar fyrir hádegi og svo eru nokkrir tímar eftir hádegi eins og hússtjórn, kór, lífsleikni nýnema, lífsleikni útskriftarefna og einhverjir IB-kennslutímar. Athugið vel öðruvísi tímasetningar á föstudögum.
Til að byrja með gerum við ráð fyrir að nemendur komi í hús í löngu tímana fyrir hádegi en stuttu tímarnir eftir hádegi og á föstudögum verða rafrænir. Ferðatími á milli er 50 mínútur. Þeir nemendur sem ekki geta komist heim til sín á milli geta verið á bókasafni skólans. Hér er hægt að sjá mynd af inngöngum skólans og hvaða stofur tilheyra hvaða inngangi.
General setup of the spring term.
A new stock table will be in force in the spring semester of 2021, see photo below. The table contains two double hours (2*55 min.) before noon and three single hours (55 min.) after 12:55, every day except Fridays. Fridays have a 55 min. slots before noon and then there are a few classes in the afternoon such as housekeeping, choir, life skills of new students, life skills of graduates and some IB courses.

Undantekning / exceptions
- IB-nemendur
- Soffía Sveinsdóttir will inform IB-students.
- Sérnámsbrautarnemendur
- Linda Dröfn Jóhannesdóttir mun senda upplýsingar.
- Hússtjórn
- Sigurlína Kristinsdóttir mun senda upplýsingar.
- Kór
- Hreiðar Ingi Þorsteinsson mun senda upplýsingar.
Skipulagið fyrstu vikuna miðað við stöðuna 30. desember:
Þriðjudaginn 5. janúar
- Móttaka nýnema vorannar 2021 verður kl. 13:00 á Miklagarði.
- Stjórnendur, námsráðgjafar og umsjónarkennari nýnema vorannar, taka á móti þeim.
- Námstjórar verða við eftir fundinn með nýnemum ef þörf er á töflubreytingum.
- Nýnemar vorannar gera ekki töflubreytingar í Innu.
Miðvikudaginn 6. janúar hefst kennsla kl. 9:00.
- Nemendur mæta í sínar stofur skv. stundatöflu, í MH kl. 9:00.
- Upplýsingar um innganga og hólfaskiptingar munu koma á heimasíðuna.
Fyrsti tíminn er kenndur kl. 9:00–10:00 og næsti tími kl. 10:15–11:10.
- Ávarp rektors verður sýnt í kennslustofum kl. 9 og kennslustund hefst strax á eftir.
- 11:10 nemendur fara heim eða ræða við námstjóra um töflubreytingar ef þarf.
- Rafræn kennsla eftir hádegi.
Fimmtudagur 7. janúar.
- Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 8:10.
- Kennsla til hádegis skv. stundaskrá.
- Rafræn kennsla eftir hádegi.
Föstudagur 8. janúar.
- Rafræn kennsla skv. stundaskrá.
- Ath. breyttar tímasetningar á tímum á föstudögum í nýrri stokkatöflu.
Stefnt er að því að kenna staðnám mánudaga til fimmtudaga frá 8:10 til 12:05 og rafræna tíma eftir hádegi og á föstudögum þar til fjöldatakmarkanir eru orðnar rýmri.
_____________