Fréttir og tilkynningar

Sumarfrí

24.06.2024
Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 24. júní og opnar aftur eftir sumarfrí 8. ágúst kl. 10:00. Við bjóðum alla nýja MH-inga velkomna i skólann og hlökkum til að sjá ykkur í haust. Upplýsingar hafa verið senda út í tölvupóst til ykkar og má einni lesa hér á heimasíðunni . Gleðilegt sumar.

Afreksíþróttaval í MH

31.05.2024
Frá og með næsta hausti 2024 geta afreksíþróttanemendur sem stunda nám við MH sótt um að íþróttaiðkunin verði hluti af náminu. Fyrirkomulagið er hugsað fyrir þá sem vilja ná langt í sinni íþróttagrein og skilgreina sig sem afreksíþróttafólk. Íþróttagreinin sem viðkomandi nemandi stundar þarf að vera viðurkennd af Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) og íþróttafélagið aðili að sérsambandi innan ÍSÍ. Þeir sem eru að sækja um nám við MH þurfa að geta þess á umsókn að þeir sæki um afreksíþróttaval. Iðkun nemanda í afreksíþróttum getur numið allt að 25 einingum, þ.e. einingar í afreksíþróttum geta komið í stað eininga í líkamsræktaráföngum og frjálsu vali á brautum skólans, þ.e. frá 10-25 einingum. Nemendur sem sækja um afreksíþróttaval verða boðaðir á fund með fagstjóra í líkamsrækt í upphafi haustannar.

Brautskráning 24. maí 2024

24.05.2024
Brautskráðir voru 128 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af sex námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 69 nemendur, 24 af náttúrufræðibraut, 6 af félagsfræðabraut, 3 af málabraut, 5 af listdansbraut og 21 nemandi af IB-braut. Alls voru 18 nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Gabríela Albertsdóttir, stúdent af náttúrufræðibraut, með 9,76 í meðaleinkunn. Gabríela hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði frá Íslenska stærðfræðafélaginu. Semidúx var Ollie Birki Sánchez-Brunete sem útskrifaðist af opinni braut með áherslu á myndlist og sálfræði með 9,59 í meðaleinkunn. Ollie Birki hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í frönsku og myndlist.

Staðfestingardagur og prófsýning

17.05.2024
Upplýsingar um hvar kennarar eru á staðfestingardegi og í prófsýningu má finna hér á heimasíðunni.

Útskriftarmyndir

14.05.2024
Útskrifaðist þú frá MH? Það er gaman að segja frá því að margar útskriftarmyndir frá árinu 1973 til dagsins í dag eru komnar á heimasíðuna. Ekki er búið að klára verkefnið en þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega.

Síðasti prófdagur

14.05.2024
Í dag, þriðjudag, er síðasti prófdagur skv. próftöflunni og eru það sálfræði og danska sem eiga síðasta orðið. Á morgun og fimmtudaginn eru nokkrir að taka sjúkrapróf og þá er ekkert annað eftir en að bíða eftir einkunnum. Ef einhverjar einkunnir sjást í Innu, fyrir próf sem tekin voru á prófatíma þá teljast þær vinnueinkunnir og geta breyst. Einkunn telst ekki fullkomin fyrr en við höfum tilkynnt að svo sé. Áætlað er að einkunnir birtist eftir kl. 16:00 föstudaginn 18. maí. Gangi ykkur vel á lokametrunum.

Próf

26.04.2024
Lokaprófin hefjast mánudaginn 29. apríl skv. próftöflu. Nemendur sjá sína eigin próftöflu í Innu og þar kemur líka fram klukkan hvað prófin byrja. Nemendur sem hafa sótt um að breyta prófi þurfa að athuga að próftaflan í Innu hefur ekki breyst og allar upplýsingar um breyttan próftíma er í tölvupósti til hvers og eins frá prófstjóra. Passið vel upp á að skoða þetta vel svo þið missið ekki af prófi. Allir nemendur fengu tölvupóst frá prófstjóra og námsráðgjöfum þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi próftökur í MH. Þar er einnig hlekkur á staðsetningu prófa sem einnig verður sett á upplýsingaskjáina í skólanum. Gangi ykkur sem best og munið að huga vel að hreyfingu, næringu og svefni á meðan á prófatímabili stendur.

Fylgdu okkur á Instagram @menntaskolinn_hamrahlid