Viðburðir á sal

Salurinn er tilbúinn fyrir verkefni dagsins
Salurinn er tilbúinn fyrir verkefni dagsins

Annar dagur í Októberlotu er runninn upp.  Fyrsti tíminn byrjar 8:30 skv. stundaskrá þriðjudags kl. 8:10 og tíminn eftir hádegi byrjar 12:40, skv. stundaskrá þriðjudags kl. 14:15. Klukkan 8:10 hófst stærðfræðikeppni framhaldsskólanna á sal, þar sem ca. 20 nemendur spreyta sig og klukkan 11:15 kemur Kári Hólmar Ragnarsson lögfræðingur og verður með fyrirlestur um hvort að ár þurfi stjórnarskrárbundin réttindi.