Verðlaunahafi í Crossfit á Reykjavíkurleikunum

Erla Guðmundsdóttir líkamsræktarkennari í MH sýndi fjölbreytta hæfileika í Crossfitkeppni Reykjavíkurleikanna þegar hún lenti í öðru sæti í sínum aldursflokki. Keppnin var jafnframt Íslandsmót í Crossfit og árangurinn því glæsilegur. Við óskum Erlu innilega til hamingju með árangurinn en það er óhætt að fullyrða að hún er góð fyrirmynd.