Valvika í gangi

Nemendur MH eru hvattir til að klára að velja áfanga fyrir haustönn 2022. Síðasti dagur til að velja er mánudagurinn 14. mars. Allar upplýsingar um valið má finna undir valhnappnum á heimasíðunni en valið sjálft er gert í Innu. Í beinu framhaldi af valviku er femínistavika undir stjórn femínistafélagsins Emblu. Dagskrá vikunnar má finna á heimasíðunni. Munið að velja og góða skemmtun í næstu viku.