Valvika byrjar í dag / course selections starts today

Í dag opnar fyrir valið í Innu og nemendur geta valið áfangana sem þeir stefna á að taka næsta haust. Mikilvægt er að velja rétt og skoða vel hvaða áfanga þarf að taka á þeirri braut sem nemendur eru á. Nánari upplýsingar um valið er að finna undir valhnappnum á heimasíðunni. Þar er t.d. hægt að skoða lista yfir alla áfanga sem eru í boði, myndræna framsetningu á valáföngum sem eru í boði og einnig leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga þegar valið er. Valinu lýkur mánudaginn 8. mars.