Valvika 5. - 9. október / Course selections

Valvika þetta haustið er hafin. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn.  Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Þar er listi yfir alla áfanga sem eru í boð fyrir vorönnina og hvaða undanfara þarf til að komast í þá. Einnig er kynning frá deildum skólans á flestum valáföngum næstu annar. Miðannarmat verður birt 5. október fyrir nemendur fædda 2004 og seinna.  Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.