Geðlestin kom við í MH

Síðasta föstudag fengu útskriftarefni haustannar 2022  Geðlestina í heimsókn. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Í lokin voru mergjaðir tónleikar með Emmsjé Gauta. Nánar má fræðast um Geðlestina hér.