Úrsögn úr áfanga

Töflubreytingum lýkur í dag mánudaginn 11. janúar. Eftir það hafa nemendur tækifæri til 22. janúar til að segja sig úr áfanga eftir samtal við náms- og starfsráðgjafa, námstjóra eða áfangastjóra. Við þá úrsögn kemur úrsögnin fram á ferli nemenda og telst sem seta í áfanga. Eftir að 5 vikur eru liðnar af önninni þá mun áfangastjóri taka stöðuna á ástundun nemenda og fara yfir stöðuna í samráði við kennara viðkomandi nemenda. Nánar má lesa um skólasóknarreglur á heimasíðu skólans.