Helga, Steinn og Ásdís lögðu sitt af mörkum í gerð kærleiksregnbogans
Á Miðgarði má finna friðar- og kærleiksregnboga þar sem nemendur skrifa friðar- og kærleiksorð á hinum ýmsu tungumálum. Þetta er gert í tilefni evrópska tungumáladagsins sem haldinn er í dag og er slagorð dagsins "Tungumál í þágu friðar". Í MH eru kennd 10 erlend tungumál þessa önnina og nemendur skólans eru af yfir 30 þjóðernum. Það verður fallegt að sjá orðin birtast smám saman á regnboganum yfir daginn og áskorun að læra nokkur ný og falleg orð.