Tónelskir nemendur á útskriftarhátíð MÍT

Í síðustu viku fór fram sannkölluð tónlistarveisla á vegum Menntaskóla í tónlist í Hörpu.

Dagskráin stóð frá morgni til kvölds dagana 31. mars til 2. apríl og sýndu nemendur snilldartakta.

Útskriftarnemendur MÍT, sem einnig stunda bóklegt nám í MH, sýndu þar afrakstur síðustu ára úr námi sínu við MÍT. Sannkölluð tónlistarveisla.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Snævar Örn Kristmannsson sem er að ljúka námi af stúdentsbraut MÍT með áherslu á klassískan gítar.

Til hamingju öll með árangurinn.