Þýskir kvikmyndadagar

Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís föstudaginn 14.febrúar og standa til  23. febrúar. Eins og undanfarin ár er nemendum boðið upp á ókeypis nemandasýningu ásamt poppi og coke. Sýningin verður þriðjudaginn 18. febrúar kl. 20 í Bíó Paradís og varð myndin BALLON fyrir vali. Sú mynd er heldur betur við hæfi þar sem við fögnum 30 ára sameiningu þýskalands og falls múrsins á þessu ári. Þýskukennarar MH hvetja alla til að mæta.