Takk fyrir komuna!

Hér var líf og fjör á opnu húsi fimmtudaginn 24. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum þeirra. Við þeim tók vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks, hjúkrunarfræðings og stjórnenda.  Kórinn sá um bragðgóðar veitingar og fallegan söng og kokkurinn um kaffið. Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra gesta og heimafólks. Kærar þakkir fyrir komuna!