Snúður í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla

MH- ingarnir Högni Gylfason og Helgi Þórir Sigurðsson urðu í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla með borðspil sem þeir hönnuðu frá grunni byggt á færnimerkjum skáta. Spilið er ætlað skátum í leik og starfi. 

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju!