Skólastarf á tímum hertra sóttvarnarreglna

Munum eftir grímunum
Munum eftir grímunum

Nýlega voru gefnar út hertar sóttvarnarreglur og í ljósi þeirra verður kennsla áfram með sama hætti og síðustu vikur, þ.e. kennt gegnum rafrænt kennsluumhverfi skólans. Núverandi reglur gilda til og með 17. nóvember og komi til breytinga á kennslufyrirkomulagi þá verða upplýsingar settar á heimasíðuna, facebook og sendar á nemendur.