Sinfóníutónleikar í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður skólanum á framhaldsskólatónleika fimmtudaginn 1. september  kl. 11:00 í Eldborg í Hörpu þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika með hljómsveitinni píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninov undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Fáir píanókonsertar gera viðlíka kröfur til einleikarans og sá þriðji, sem er bæði óvenjulangur og sérlega flókinn enda sérsniðinn að risavöxnum höndum tónskáldsins. Konsertinn komst í hóp vinsælustu klassíkera fyrr og síðar með kvikmyndinni Shine, sem sýndi glímu ástralska píanistans David Helfgott við tónverkið. Víking Heiðar Ólafsson og Daníel Bjarnason þarf vart að kynna enda tilheyra þeir báðir fremstu listamönnum Íslands af yngri kynslóðinni.“