Raddprufur í kórinn

Í síðustu viku bauðst nemendum MH að skrá sig í raddprufur fyrir kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Fyrsti dagurinn er í dag og mæta þá þeir sem skráðu sig í mánudagsprufurnar. Á miðvikudaginn verða svo raddprufur fyrir þá sem skráðu sig í miðvikudagsprufurnar. Ef einhver gleymdi að skrá sig þá má sá hinn sami senda Hreiðari Inga kórstjóra póst, fyrir fimmtudaginn, og athuga með tíma í raddprufu. Fyrstu tónleikar kórsins verða á fundi fyrir foreldra nýnema sem verður þriðjudaginn 7. september. Það verður gaman að fá að sjá og heyra í kórnum þá með nýja meðlimi innanborðs.