Próftafla vorannar 2022

Próftafla vorannar hefur verið birt á heimasíðunni og nemendur geta einnig séð sína eigin próftöflu í Innu. Prófstjóri sendi póst í dag til að minna alla á að skoða próftöfluna sína og fara vel yfir hvort þið séuð í tveimur prófum á sama tíma eða í tveimur prófum á sama degi og getið þar með sótt um breytingu á próftöflunni ef þið viljið.