Prófin hafin

Jólaprófin eru hafin og eru öll lokapróf rafræn heimapróf þessi jólin, nema fyrir IB nemendur. Fagkennarar, prófstjóri og náms- og starfsráðgjafar sitja saman í stofu 12 og fylgjast með þegar nemendur streyma í rafrænu prófin. Ef nemendur eru ekki mætt tímanlega þá er hringt í þau og þau hvött til að skella sér í próf. Við minnum á að veikindaskráningar fara fram í Innu og að senda prófstjóra póst ef eitthvað er ekki rétt í ykkar próftöflu. Gangi ykkur sem best í prófunum og við sendum hlýjar kveðjur héðan úr Hamrahlíðinni.