Opnun skrifstofu og þjónusta á prófatíma

Skiptiborð skrifstofu er opið 29.-30. apríl en 4. maí verður hefðbundinn opnunartími á skrifstofunni. Bókasafnið verður opið 08:00-16:00 alla virka daga og er rými fyrir 36 nemendur í sæti en gætt er að 2m reglunni um fjarlægð milli sæta. Náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta er opin en panta þarf tíma í tölvupósti fyrir viðtal. Sama gildir um þá sem vilja ná tali af stjórnendum og er best að senda tölvupóst vegna óska um viðtal.
Nemendur eiga að nota aðalinngang skólans (Hamrahlíðarmegin, rafmagnshurðir) sem er opinn milli 08:00-16:15.