Opnum huga okkar og hjörtu í gegnum tungumál

Hér má sjá hluta af tungumálakennarateymi skólans á góðum degi.
Hér má sjá hluta af tungumálakennarateymi skólans á góðum degi.

26. september ár hvert er evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur. Í MH starfa 24 tungumálakennarar og 10 erlend tungumál eru kennd við skólann: enska, danska, þýska, spænska, franska, ítalska, japanska, kínverska, norska og sænska. Þema dagsins í ár er "opnum huga okkar og hjörtu í gegnum tungumál." Það er svo sannarlega það sem málanemendur MH eru að gera alla daga hjá okkur.