Nýsköpunarlandið Ísland

Viðburður dagsins kemur frá Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Crowberry Capital. Hún mun varpa upp spurningunni: "Hvernig búum við til alþjóðleg tæknifyrirtæki frá Íslandi". Endilega kíkið við á Miklagarði og takið þátt í framtíðinni með okkur.
En á tækniöld getur allt gerst. Fyrirlesarinn var að koma frá útlöndum í gær en síminn hélt sig áfram við annað tímabelti. Það varð til þess að viðburður dagsins féll því miður niður og þykir fyrirlesaranum það mjög leitt og biðst innilegrar afsökunar á því. Kannski getum við sagt að þarna minnti tæknin á sig og hvers hún er megnug.