Nýnemar vorannar 2021

Nemendur sem eru að hefja nám í MH, vorið 2021, eru boðaðir á kynningarfund í skólanum þriðjudaginn 5.janúar kl. 13:00. Kynningarfundurinn fer fram í hátíðarsal skólans. Þar munu rektor, nokkrir starfsmenn skólans og umsjónarkennarinn ykkar, taka á móti ykkur og fara yfir helstu atriðin sem skipta máli við skólabyrjun.