Dansandi nemendur í MH

Í MH er staðkennsla fyrir hádegi mánudaga til fimmtudaga. Í gær rölti Bóas, sálfræðingur skólans, um skólann og ræddi við nemendur, kennara og rektor og hægt er að hlusta á upptökuna í dótakassanum. Í dag voru nemendur hjá Ásdísi Þórólfsdóttur að læra að dansa Salsa í valáfanga í spænsku. Tilþrifin má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.