Karatekonan Embla Halldórsdóttir með gull í Belgíu

Embla Halldórsdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð og öflug karatekona, vann gullverðlaun á afar sterku alþjóðlegu móti í Liège í Belgíu um síðustu helgi.
Frammistaða Emblu var einstaklega glæsileg og í kjölfar mótsins tók hún þátt í æfingum með finnska og ungverska landsliðinu. Við sendum Emblu innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur!