MH-ingurinn Krummi verðlaunaður

Krummi Uggason hlaut 3. verðlaun í árlegri smásagnasamkeppni FEKÍ, félags enskukennara á Íslandi. Smásaga hans, Dystopia, fjallar um málaliða í óræðri framtíðarveröld þar sem gleðin er óþekkt hugtak. Verðlaunaafhending fór fram á Bessastöðum í gær en frú Eliza Reid er verndari keppninnar. Þetta er þriðja árið í röð sem MH-ingur hlýtur verðlaun FEKÍ fyrir smásögu. Við óskum Krumma til hamingju með árangurinn.