MH-ingar í forritunarkeppni framhaldsskólanna

Lið MH í forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023
Lið MH í forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023

Þann 11. mars keppti lið frá MH í forritunarkeppni framhaldsskólanna sem Háskólinn í Reykjavík hélt. Lið MH keppti í svokallaðri Beta-deild og lenti í öðru sæti en liðið skipuðu Karl Ýmir Jóhannesson, Ómar Bessi Ómarsson og Tristan Orri Elefsen og kennari liðsins er Björgvin Friðriksson. Við óskum liðinu innilega til hamingju með árangurinn.