MH heilsueflandi framhaldsskóli - opnunarhátíð

Karen María forseti NFMH, Lárus rektor og Geir landlæknir fagna
Karen María forseti NFMH, Lárus rektor og Geir landlæknir fagna
Opnunarhátíð verkefnisins MH heilsueflandi framhaldsskóli var í hádegihléi mánudaginn 26. september. Geir Gunnlaugsson landlæknir (og stúdent frá MH) heimsótti skólann og setti verkefnið formlega af stað. Nemendur fengu vatnsbrúsa frá Lýðheilsustöð/Landlækni og gulrófur frá Landsambandi gulrófnabænda. Fáni heilsueflandi framhaldsskóla var dreginn að húni. Til hamingju með daginn öll sömul!