MH Fyrirmyndarstofnun

Í starfsmannakönnuninni Stofnun ársins varð MH í fimmta sæti á meðal ríkisstofnana með fleiri en 50 starfsmenn og hlýtur titilinn Fyrirmyndarstofnun. Meðaltal skólans var 4,33 sem er það sama og þær stofnanir sem lentu í þriðja og fjórða sæti en úrslitum réðu aukastafirnir. Í flokknum ánægja og stolt kom MH best út allra stórra stofnana með 4,66 í einkunn og einnig í flokknum sjálfstæði í starfi þar sem einkunnin var 4,63. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Til hamingju MH.