MH fær styrk úr Lýðheilsusjóði

MH fékk nýlega afhentan styrk úr Lýðheilsusjóði en það var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem afhenti styrkinn að upphæð kr. 1.000.000-.
Bóas Valdórsson sálfræðingur skólans mun stýra verkefninu þar sem samið verður fræðsluefni um svefn fyrir framhaldsskólanema. Fræðsluefnið ætti að koma að góðum notum í kennslu í framhaldsskólum, t.d. í lífsleikni og sálfræði daglegs lífs. Að þessu sinni var úthlutað rúmum 90 milljónum úr Lýðheilsusjóði til 147 verkefna og rannsókna.