MH er fyrirmyndarstofnun

Í gær var kynnt niðurstaða úr könnuninni Stofnun ársins. Skólinn varð í fjórða sæti í flokki stofnana með fleiri en 90 starfmenn en í hverjum stærðarflokki hljóta efstu fimm stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnanir og er MH í þeim flokki annað árið í röð. Þegar könnunin var framkvæmd síðast var skólinn í fimmta sæti og hækkar því um eitt sæti milli ára sem er afar jákvæð niðurstaða. Skólanum og starfsfólki er óskað til hamingju með niðurstöðuna.

Nánari upplýsingar má finna hér.