Málþing um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla

Kl. 19:30 í kvöld verður haldið málþing í hátíðarsal MH um jafnrétti í nemendafélögum framhaldsskóla.  Málþingið spratt upp úr umræðum í Emblu femínistafélagi MH nýlega þegar rætt var um skort á kvenkyns listamönnum á viðburðum í MH. „Af hverju gleymist alltaf að bóka konurnar?“ Já, hvar eru þær? Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur á sér þá ímynd að vera feminískur skóli. En er MH jafn feminískur og aðrir telja hann vera? Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður femínistafélagsins Emblu, sér um skipulagningu málþingsins og vill að umræður séu opnar öllum svo að aukinn kraftur og athygli færist á málefnið. Allir nemendur framhaldsskóla eru velkomnir.