Málstefna MH

Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur sett sér málstefnu, fyrstur framhaldsskóla. Nefnd skipuð breiðfylkingu starfsfólks vann að gerð hennar. Íslensk málnefnd gerði tillögur að íslenskri málstefnu árið 2009 en grunnstoðir hennar eru varðveisla tungumálsins og efling. Málstefna MH tekur mið af þeim grunnstoðum auk þess að byggjast á gildum skólans sem eru: Víðsýni, virðing, ábyrgð og þekking. Stefnan er aðgengileg á þessari síðu: Málstefna MH.