Lokaverkefni

Ein af myndum Lindu Vernharðsdóttur
Ein af myndum Lindu Vernharðsdóttur

Í MH geta nemendur valið að taka lokaverkefni í grein sem þau hafa lokið að lágmarki 15 einingum í. Þessa önnina voru 27 nemendur að taka lokaverkefni og dreifast þau á 9 faggreinar. Nemendur velja sjálf hvað þau vilja taka fyrir og er hugmyndaflugið óþrjótandi. Kynningar á lokaverkefnum standa yfir þessa dagana ásamt því að nemendur eru að taka lokapróf í öðrum greinum. Semsagt nóg að gera.

Síðasta lokaprófið skv. próftöflu verður á mánudaginn og þá mun þýska óma um alla ganga. Gangi ykkur sem best á lokametrunum.