Lið MH áfram í þriðju umferð Gettu betur

Lið MH sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í annarri umferð Gettu betur. Fóru leikar þannig að lið MH hlaut 30 stig á móti 17 stigum Sunnlendinga. Lið MH skipa Ari Hallgrímsson forseti NFMH, Júlía Helga Kristbjarnardóttir og Ísleifur Arnórsson. Við óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með sigurinn. Liðið er núna búið að tryggja sig inn í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpinu á næstu vikum.