Lið MH áfram í þriðju umferð Gettu betur

Lið MH keppti á móti liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. þriðjudag. Leikar fóru þannig að MH sigraði með 28 stigum gegn 6 stigum Suðurnesjamanna. Glæsilegur árangur en næsta viðureign fer fram í febrúar í sjónvarpinu og er andstæðingurinn MR líkt og í fyrra.
Við óskum liðinu til hamingju með sigurinn en það skipa Gunnar Ólafsson, Jenný María Jóhannsdóttir og Tómas Ingi Hrólfsson.