Leiktu betur sigur MH

Sigurlið MH í  Leiktu betur 2011
Sigurlið MH í Leiktu betur 2011
MH liðið í Leiktu betur, gerði sér lítið fyrir og kom sá og sigraði í keppni framhaldsskólanna sem fram fór í Tjarnarbíói þann 12. nóvember. Þau Elín Björnsdóttir, Hákon Jóhannesson, Thelma Lind Waage og Vigdís Perla Maack sigruðu undankeppnina innan skólans, héldu sínu striki til enda og fóru frekar létt með sigurinn. Leiktu Betur keppni framhaldsskólanna er sú keppni sem MHingar hafa sigrað lang oftast. Til hamingju MH með einstaka spunameistara.