Leiktu betur sigur!

Leiktu betur spunakeppni framhaldsskólanna var haldin sl. föstudagskvöld. Keppnin var haldin Tjarnarbíói og er hluti af Unglist sem haldin var í síðustu viku á vegum Hins Hússins og Reykjavíkurborgar. Vel var mætt á keppnina og þurftu margir frá að hverfa vegna húsfyllis. Leiktu betur er keppni í Lekhússporti sem er spuni þar sem fjögurra manna lið keppa í því að búa til óundirbúna spuna.  Sex skólar sendu lið til keppninnar og var keppnin allhörð. Lið MH fór með sigur úr bítum í keppninni, sigraði með yfirburðum. Í liðinu voru: Vilhelm Þór Netó, Tómas Gauti Jóhannsson, Tryggvi Björnsson og Hákon Jóhannesson.