Leikhús í London

Leikendur brugðu sér í hin ýmsu hlutverk og hér má sjá hvernig Júlía birtist gestunum.
Leikendur brugðu sér í hin ýmsu hlutverk og hér má sjá hvernig Júlía birtist gestunum.

Í MH er kenndur leiklistaráfangi sem snýst um leikhús í London, með áherslu á Shakespeareleikhúsið. Í gærkvöldi fengu gestir og gangandi að upplifa Shakespeare okkar MH-inga í Norðurkjallara og leggja um leið sitt að mörkum til að styrkja nemendur til fararinnar til London. Upplifunin var sett fram á marga vegu og má geta sér þess til að Shakespeare sjálfur hefði ekki haft eins mikið hugmyndaflug í framsetningu eins og nemendurnir höfðu. Margar persónur úr verkum hans mættu á svæðið ásamt dætrum hans og honum sjálfum sem ungum MH-ingi. Í haust fer af stað ný braut í MH, Listmenntabraut og ef Villi Shjeik væri að koma úr 10. bekk þá myndi hann væntanlega velja þá braut. Góða ferð öll.