Lagningardagar 18. og 19. febrúar

Á lagningardögum gerum við í MH okkur dagamun. Við leggjum skólabækurnar til hliðar og skellum okkur á fyrirlestra og kynningar af ýmsu tagi. Lagningardagaráð sér um að skipuleggja dagskrána og er nú að leggja lokahönd á að skrá viðburði og annan undirbúning.  Nemendur munu þurfa að skrá sig á hvern viðburð og fylgja sóttvarnarreglum. Von er á nánari upplýsingum innan skamms. Hér gefst tækifæri til að skoða kynningarmyndband frá lagningardagaráði og byrja að hlakka til.