Kynningarfundur í kvöld 30. ágúst

Stjórnendur MH bjóða foreldrum og aðstandendum nýnema til kynningarfundar í skólanum í kvöld þriðjudaginn 30. ágúst kl. 17:30. Dagskrá fundarins er sýnileg hér fyrir neðan og eftir dagskrá á Miklagarði er öllum boðið að fara í kennslustofur með umsjónarkennurum MH-inganna og heyra meira um starfið í MH. Athugið að örlitlar breytingar hafa verið á stofum frá því póstur var sendur út í síðustu viku.