Kennsla í MH í viku 6

Steinn rektor tekur á móti nemendum og afhendir grímur.
Steinn rektor tekur á móti nemendum og afhendir grímur.

Næstu tvær vikur ætlum við að endurtaka skipulagið sem notað var í viku 4 og 5. Þannig að 28. september til 2. október verður kennsla í MH frá 8:10 til 12:35 skv. stundaskrá hvers og eins nemanda. Íþóttakennsla fyrir hádegi mun verða utanhúss skv. skipulagi sem íþróttakennararnir gefa. Tímar eftir hádegi verða skv. skipulagi kennara í hverjum áfanga fyrir sig. Í vikunni 5. til 9. október verður þessu svo snúið við og tímar verða í MH frá 13:05 til 16:15. Áfram er grímuskylda í MH og við hvetjum nemendur til að fylgjast vel með öllum upplýsingum þar sem aðstæður geta breyst mjög hratt.