Elma Katrín Örvarsdóttir MH-ingur og jarðfræðinemi í HÍ
Það er gaman þegar útskrifaðir MH-ingar gefa sér tíma til að segja okkur frá því sem þau eru að gera eftir að skólagöngu þeirra hjá okkur er lokið. Ein þeirra er Elma Katrín Örvarsdóttir sem útskrifaðist haustið 2022. Hún er núna á sínu þriðja ári í jarðfræði við Háskóla Íslands og gæti ekki verið meira sátt með námið sem hún valdi sér. Í sumar var henni boðið í vettvangsleiðangur til Mongólíu af Steffen Mischke, prófessor við jarðvísindadeild HÍ. Þetta reyndist einstakt tækifæri og algjör upplifun.
Í bréfi til skólans þakkaði hún jarðfræðikennurum skólans sérstaklega fyrir þann sterka grunn sem hún fékk í jarðfræði og hrósar þeim og skólanum fyrir að bjóða upp á fjölbreytta áfanga í jarðfræði.
Lesa má frétt um ferðina hennar sem birtist á vef Háskóla Íslands.