Jafnréttisgleraugu - 12. mars 12:15

Miðvikudaginn 12. mars verður Karen með námsbókahitting þar sem nemendum býðst að koma með námsefnið sitt og skoða það með jafnréttisgleraugum. Hittingurinn er hannaður í anda frelsandi menntunarfræða - með rödd nemenda að leiðarljósi. Hugsunin er að veita nemendum vettvang til þess að ræða þessi mál og styðja við þeirra gagnrýnu hugsun. Mæting í stofu 47 kl. 12:15