Innritun í Öldungadeildina/kvöldskólann stendur yfir

Innritun í öldungadeildina stendur yfir. Smellið hér til að innrita ykkur. Kennsla fyrri lotu hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.

Til að fá betri mynd af lotunum, þá skoðið stundatöfluna á vefnum þar sem búið er að skipta áföngunum á sitthvora lotuna. Sjá stundatöflu einnig hér.Athugið að skráning í Öldungadeildina tekur ekki gildi fyrr en skólagjöldin hafa verið greidd.

Jafnframt verður innritað í MH þriðjudaginn 21. ágúst kl. 9.00 – 12.00 í símum: 595-5206 og 5955207 og á skrifstofu skólans kl. 12.00-18.00.

Námsráðgjafar verða til viðtals þriðjudaginn 21. ágúst kl. 16.00-18.00.

Matsnefnd verður einnig til viðtals þennan sama dag kl. 16.00-18.00. Athugið að þið sem viljið fá metið nám úr öðrum skólum að hægt er að koma með pappíra þess efnis á skrifstofuna frá og með 1. maí. Hægt er að innrita sig á vefnum allan sólarhringinn sem og að ganga frá greiðslu.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Öldungadeildar.