Innritun í gangi

Á föstudaginn var síðasti dagur fyrir "eldri" nemendur að sækja um skólavist í MH.  Innritun er í fullum gangi og gaman að sjá hversu flottur hópur eldri nemenda sækir um.  Á föstudaginn er síðasti dagur fyrir nemendur, sem eru að ljúka 10. bekk í vor, að sækja um skólavist fyrir haustið.  Við bíðum spennt eftir að skoða umsóknirnar.