IB nemendur sýna Japan samstöðu

Elvar Bragi Bjarkason
Elvar Bragi Bjarkason
IB nemendur stóðu fyrir styrktartónleikum og basar í Smáralind þann 9. apríl. Tónleikarnir voru skipulagðir í samstarfi við Rauða kross Íslands og báru yfirskriftina “Sýnum Japan samstöðu”.  Alls söfnuðust 150.000 krónur sem renna til fórnarlamba hamfaranna í Japan. Mikilvægur hluti IB námsins eru verkefni í þágu samfélagsins. IB deildin hefur verið í samstarfi við Rauða kross Íslands um árabil og nemendur hafa komið að ýmsum verkefnum s. s. heimsótt eldri borgara og langveik börn og hjálpað ungum innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi.