Í faðmi rektora

MH-ingarnir Soffía skólameistari FSU, Lárus fyrrverandi rektor MH, Vigdís fyrrum forseti NFMH, Stein…
MH-ingarnir Soffía skólameistari FSU, Lárus fyrrverandi rektor MH, Vigdís fyrrum forseti NFMH, Steinn rektor í leyfi og Helga núverandi rektor MH.

Skólameistarar framhaldsskólanna hittast reglulega og bera saman bækur sínar. Á eina slíka samveru mætti MH-ingurinn Vigdís Hafliðadóttir og söng og fór með gamanmál. Hún talaði fallega um skólann sinn og nefndi að hún hefði ekki getað hætt í MH þar sem hana langaði að sem flestir kennarar skólans fengju að kenna henni. Vigdís var forseti NFMH veturinn 2014-2015. Hún hefur gert ýmislegt síðan þá og meðal annars lokið prófi í heimspeki og hafið nám í pípulögnum. Spurningin hjá henni núna er sú, hvaða nafn fyrirtækið hennar eigi að bera, svo pípur og pælingar skíni í gegn.