Í dag, 13. mars er dagur líkamsvirðingar

Í dag, 13. mars er dagur líkamsvirðingar. Líkamsvirðing felst í því að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Það þýðir að við hugsum vel um líkamann okkar og hugsum fallega til hans. Í ár er þessum skilaboðum sérstaklega beint til ungs fólks. Í dag eru 40% stúlkna í kjörþyngd annað hvort að reyna að léttast eða telja sig þurfa að léttast. Tölfræðilegt samband ríkir milli líkamsþyngdar og lífsánægju stúlkna. Önnur hver unglingsstúlka á Íslandi fer í megrun og vaxandi fjöldi ungra drengja. Þegar komið er upp í framhaldsskóla uppfyllir einn af hverjum tíu nemendum greiningarviðmið fyrir átröskun. Þetta er ekkert náttúrulögmál. Þetta eru afleiðingar umhverfisskilyrða sem við höfum skapað börnunum okkar. Þeim þarf að breyta ef við óskum þeim bjartari framtíðar. Verum ánægð með okkur!